Melchior

Allt það helsta um hljómsveitina Melchior

  • Melchiorkallinn …

    ALT

    ... spilar íslenskt kammerpopp

  • Advertisements

Um Melchior

Hvers konar hljómsveit:

Hljómsveitin Melchior hefur allt frá stofnun, 1973, flutt dæmigerða stofutónlist, frumsamið kammerpopp.  Þótt tónlistin megi flokkast sem popp, hafa sígíld hljóðfæri, s.s. selló, óbó, fiðla og víóla leikið lykilhlutverk í útsetningum og rafmögnun tónlistarinnar hefur ætið verið mjög hófleg.

Tónlist Melchiors hefur alltaf þótt vönduð og metnaðarfull og hefur sveitin mikið lagt upp úr útsetningum, þótt þær hafi á sér yfirbragð látleysis.

Meðlimir:

Melchior skipa þeir Hilmar Oddsson  (lög, textar, útsetningar, hljómborð, gítar og söngur), Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson (lög, útsetningar, gítar og söngur) og Karl Roth (lög, textar, útsetningar, gítar og söngur).  Þá leika þeir Gunnar Hrafnsson á bassa og Kjartan Guðnason á slagverk.  Söngkona er Kristín Jóhannsdóttir.

Einnig hafa á ýmsum stigum leikið eða sungið í og með sveitinni Björgúlfur Egilsson (aðalstofnandi), Steingrímur Guðmundsson, Ólafur Flosason, Arnþór Jónsson, Jónas Þórir Jónasson, Rósa Gísladóttir, Eggert Þorleifsson, Helga Þórarinsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Asdís Valdemarsdóttir, Stefán S. Stefánsson, Áskell Másson, Már Elísson, Ari Hróðmarsson, Hera Hilmarsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Chrissie Thelma Guðmundsdóttir, Karl Olgeirsson, Örnólfur Kristjánsson, Eiríkur Örn Pálsson, Sigurður Halldórsson, Gunnar Ormslev, Margrét Kristjánsdóttir, Helga Möller o.fl.

Helstu ártöl og tímabil:

1973:  Hljómsveitin Melchior stofnuð.  Skyldi flytja eigin tónlist, órafmagnaða eftir kostum og vandaða.

1973 – 1976:  Ýmsir tónleikar, mest í skólum, pólitískum fundum og Tónabæ.  Hljómsveitin vekur eftirtekt fyrir skemmtilega og vandaða tónlist.  Vinna við og útgáfa á smáplötu.

1977 – 1980:  Ýmsir tónleikar í framhaldsskólum, Norræna húsinu og víðar.  Framkoma í Sjónvarpinu og Þjóðleikhúsinu. Vinna við og útgáfa tveggja hljómplatna, Silfurgræns ilmvatns (1978) og Balapopps (1980).  Lagið Alan af Silfurgrænu ilmvatni slær í gegn.

1981 – 2005: Afsakið hlé.

2006 – 2010:  Vinna að hljómdiskum, melchior og <1980.  Lagiði Fiskisúða Sigríðar í Fjöruhúsinu slær í gegn.  Leikur á Listahátíð í Reykjavík, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, í fimmtugsafmælum og á tónleikum í Reykjavík og víða um land.

Plötur:

1974, Þorláksmessa: Smáskífan Björgúlfur Benóný Grímúlfur Melkjör Emanúel Egilsson Leir Fæt Bíleigandi Bergrisi Hermaníus Þengill Trefill.

1978: LP platan Silfurgrænt ilmvatn. Hefur m.a. að geyma lagið Alan.

1980: LP platan Balapopp.

2009: Hljómdiskurinn melchior. Hefur m.a. að geyma Fiskisúpu .Sigríðar i Fjöruhúsinu.

2010: Hljómdiskurinn <1980.  2xCD.  Stafræn útgáfa af Silfurgrænu ilmvatni og Balapoppi.

Advertisements
 
%d bloggers like this: